
Gönguferð með leiðsögn um Huldustíg í Lystigarði Akureyrar
Gönguferð með leiðsögn um Huldustíg í Lystigarði Akureyrar
Í göngunni er gengið hægum skrefum um garðinn og Bryndís Fjóla segir frá huldufólkinu og álfunum sem búa í garðinum fyrir hvað þau standa og hver þeirra saga er.
Staldrað er við á búsvæðum þeirra og ykkur gefin kostur á að finna fyrir nærveru þeirra.
Hún segir frá hlutverkum þeirra og boðskap í dag og til forna.
Í göngunni kynnumst áhrifavöldum í sögunni okkar, sem hafa í gegnum aldirnar verið okkur samferða og eru í dag hluti af því þegar við heillumst heilshugar af náttúrunni og finnum gleðistundir, sköpum sögur og finnum fyrir ástinni og kjarkinum sem hið yfirnáttúrulega færir okkur.
- Huldustígur
Gengið er hægum skrefum um Lystigarðinn og Bryndís Fjóla sem er sjáandi og garðyrkjufræðingur segir okkur frá huldufólkinu og álfunum sem búa í garðinum. Hún segir frá hlutverkum þeirra og boðskap í dag og til forna.
- Difficulty:
- Easy
- Duration:
- 1 hour and 15 minutes









