Reykjavik Attractions
  • Attractions
  • Tours
  • Food & Drinks
  • Where to stay?
  • From the Airport
menu

Things to explore

  • Attractions
  • Tours
  • Accommodations
  • Food & Drinks

Getting around

  • Next Buses from KEF Airport to RVK
  • Next buses from RVK to KEF Airport
  • Airport Transfers

Rent a car

  • Enterprise
  • Lotus Car Rental

About

  • Exploring Iceland
  • Our Blog
Viðeyjarferjan (vetur) – frá Skarfabakka
Groups Transportation

Winter Viðey Ferry

From Skarfabakki

Viðey er einstakur staður sem sameinar sögu, list og náttúru. Það tekur aðeins örfáar mínútur að sigla yfir í friðsældina og óspillu náttúrunna sem Viðey er vel þekkt fyrir.

Book now
Description
  • Details
  • Itinerary
  • Meeting Point

Viðeyjarferjan frá Skarfabakka er í um 5-10 mínútna keyrslu frá miðbænum. Strætóleið nr. 16 fer beint frá Hlemmi að næstu strætisvagnastöð sem er á Klettagörðum (við Eimskip Flytjanda, um 300 m. frá höfninni). 

Vetraráætlun (1 október  – 14 maí)
Brottför í Viðey: Lau / Sun kl. 13:15, 14:15 og 15:15
Brottför úr Viðey: Lau / Sun kl. 14:30, 15:30 og 16:30

VViðey er einstakur staður sem sameinar sögu, list og náttúru. Það tekur aðeins örfáar mínútur að sigla yfir í friðsældina og óspillu náttúrunna sem Viðey er vel þekkt fyrir. Mikið fuglalíf er í eyjunni, sem og glæsileg nútíma listaverk sem að setja svip sinn á eyjunna. Viðeyjarstofa er opin öllum gestum, en þar er hægt að kaupa léttar veitingar allan daginn.

Heimsþekktir listamenn hafa valið Viðey sem ákjósanlegann stað fyrir staðsetningu listaverka sinna. Verk Richard Serra og Yoko Ono eru bæði ómetanleg djásn og auka við þá ánægju sem gestir hafa af heimsókn til Viðeyjar.

Eyjan er um 1,6 km2 að stærð og skiptist hún í tvo hluta, Heimaey og Vesturey, sem tengjast með Eiðinu. Hún rís hæst 32 m yfir sjávarmáli og meðfram strönd eyjunnar sjást stórbrotnar bergmyndanir. Skal sérstaklega bent á fegurð stuðlabergsins í Virkishöfðanum og Eiðisbjargin. Þar eru einnig 156 tegundir háplantna, sem er um þriðjungur af flóru landsins. 

Við Þórsnesið er eyjan friðuð yfir varptímann, eða frá  1. maí – 1. júlí. Æðarfuglinn er algengastur þar, en aðrar algengar fuglategundir í eyjunni eru fýll, grágæs, hrossagaukur, sendlingur, og tjaldur. Alls verpa þar um 30 fuglategundir. 

Viðey er perla sem okkur ber öllum að gæta og varðveita. Við biðjum gesti að sýna sérstaka aðgát við háa sjávarhamra, fara eftir gönguleiðum og hrófla alls ekki við hreiðrum. Berum virðingu fyrir dýralífi og náttúru í eyjunni, göngum vel um og tínum upp rusl.

Sjá viðburðardagskrá Borgarsögusafns Reykjavíkur hér.
Nánari upplýsingar um Viðey er að finna hér.

  • Brottfararspjald (gildir báðar leiðir)
  • 5-10 mín. sigling
  • Hlý föt og góðir skór
  • Nesti (ef vill)

Vinsamlegast mætið á flotbryggjuna við Skarfabakka eigi síðar en 10 mín. fyrir brottför. Þetta er til að tryggja nægan tíma til innritunar og til þess að stíga um borð áður en ferjan siglir. 

Difficulty:
Very Easy
Duration:
5 minutes
Price From:
1.650 ISK

Other tours you might like

Reykjavík Classic Puffin Watching
From 8.300 ISK

Reykjavík Classic Puffin Watching

Book Now
Hólmanes – Nature Reserve: Guided Hike
From 8.300 ISK

Hólmanes – Nature Reserve: Guided Hike

Book Now
2026 TOTAL SOLAR ECLIPSE TOUR
From 380.000 ISK

2026 TOTAL SOLAR ECLIPSE TOUR

Book Now
Vöðlavík Black Beach: Private Day Tour
From 213.000 ISK

Vöðlavík Black Beach: Private Day Tour

Book Now
Glacier Adventure
From 25.999 ISK

Glacier Adventure

Book Now
All tours
Reykjavik Attractions
Reykjavik Attractions

NEWSLETTER

Reykjavik Attractions

At Reykjavik Attractions, we’re building out a new corner of the Internet specifically designed for people who want to experience everything that Iceland has to offer. Read tips from the locals, explore and book your next adventure with us.

Things to explore

  • Attractions
  • Tours
  • Accommodations
  • Food & Drinks
  • Rent a car

Info

  • Our Blog
  • About us
  • Contact us
  • Terms & Conditions
  • Privacy Policy

Contact us

Reykjavik Attractions
Sóltún 24
105 Reykjavik
Iceland
[email protected]

© Hello Goodbye ehf. All rights reserved. ID: 6302170400 VAT: 127507