Farið er yfir hraunið við Helgafell og áfram inn í Heiðmörk, þar sem er fjöldinn allur af hellum og giljum. Riðið er á útivistarvæði Hafnarfjarðar en þar hefur mikil uppgræðsla átt sér stað. Vatnsból Hafnfirðinga er á þessum slóðum og stutt í Heiðmörk. Valabólhellirinn var notaður áður fyrr til fjárgeymslu og sem næturstaður fyrir gangnamenn. Njótið einstakrar nátturufegurðar á hestbaki rétt utan við bæjarmörkin. Hádegisverður er innifalinn í ferðinni.
Brottför: Daglega allan ársins hring kl. 10:00
Ferð frá hótelum og gistiheimilum til Hestamiðstöðvar byrja kl. 08:30.
Ferðir til baka frá Hestamiðstöð til hótela og gistiheimila byrja kl. 16:15.
Akstur frá og til hótela / gistiheimila á höfuðborgarsvæðinu (ekki Mosfellsbæ), reiðtúr samkvæmt leiðarlýsingu, hádegismat í Hestamiðstöðinni, reiðhjálmur, gúmmístígvél, regngalli eða kuldagalli. Leiðsögumenn tala íslensku, ensku og Norðurlandamál.
Those arriving by own car please be at the Stable half an hour before the tour starts
Sörlaskeið 26, 220 Hafnarfjörður
GPS coordinates: 64°02'35.8"N 21°54'51.2"W (ISN93: 357665.7101, 396626.1977)