Viðey Ferry
Transfer from Harpa Concert hall
Viðey er einstakur staður sem sameinar sögu, list og náttúru. Það tekur aðeins örfáar mínútur að sigla yfir í friðsældina og óspillu náttúrunna sem Viðey er vel þekkt fyrir.
Viðeyjarferjan frá Hörpu er í um 5-10 mínútna göngufjarlægð frá miðbænum. Á sumrin er siglt daglega frá flotbryggjunni á bak við Hörpu, Ægisgarði og frá Skarfabakka.
15 maí – 30 september
Brottför í Viðey: Daglega kl. 12:00 og 15:00
Brottför úr Viðey: Daglega kl. 11:30, 14:30 og 17:30
Viðey er einstakur staður sem sameinar sögu, list og náttúru. Það tekur aðeins örfáar mínútur að sigla yfir í friðsældina og óspillu náttúrunna sem Viðey er vel þekkt fyrir. Mikið fuglalíf er í eyjunni, sem og glæsileg nútíma listaverk sem að setja svip sinn á eyjunna. Viðeyjarstofa er opin öllum gestum, en þar er hægt að kaupa léttar veitingar allan daginn.
Heimsþekktir listamenn hafa valið Viðey sem ákjósanlegann stað fyrir staðsetningu listaverka sinna. Verk Richard Serra og Yoko Ono eru bæði ómetanleg djásn og auka við þá ánægju sem gestir hafa af heimsókn til Viðeyjar.
Eyjan er um 1,6 km2 að stærð og skiptist hún í tvo hluta, Heimaey og Vesturey, sem tengjast með Eiðinu. Hún rís hæst 32 m yfir sjávarmáli og meðfram strönd eyjunnar sjást stórbrotnar bergmyndanir. Skal sérstaklega bent á fegurð stuðlabergsins í Virkishöfðanum og Eiðisbjargin. Þar eru einnig 156 tegundir háplantna, sem er um þriðjungur af flóru landsins.
Við Þórsnesið er eyjan friðuð yfir varptímann, eða frá 1. maí – 1. júlí. Æðarfuglinn er algengastur þar, en aðrar algengar fuglategundir í eyjunni eru fýll, grágæs, hrossagaukur, sendlingur, og tjaldur. Alls verpa þar um 30 fuglategundir.
Viðey er perla sem okkur ber öllum að gæta og varðveita. Við biðjum gesti að sýna sérstaka aðgát við háa sjávarhamra, fara eftir gönguleiðum og hrófla alls ekki við hreiðrum. Berum virðingu fyrir dýralífi og náttúru í eyjunni, göngum vel um og tínum upp rusl.
Sjá viðburðardagskrá Borgarsögusafns Reykjavíkur hér.
Nánari upplýsingar um Viðey er að finna hér.
- Báðar ferðir – fram og til baka
- Ferja frá Hörpu í Viðey
- Ferðin til baka má vera á allar bryggjur; Skarfabakki, Harpa og Ægisgarð
- Góðir skór
- Klæðnaður eftir veðri
- Difficulty:
- Very Easy
- Duration:
- 20 minutes
- Price From:
- 1.650 ISK