Ævintýraleg hellaferð
Upplifðu Ísland á allt annan hátt með ævintýralegri leiðsögn um hraunganga Raufarhólshellis. Þetta er sannarlega mögnuð og öðruvísi upplifun fyrir skynfærin!
Í þessari ævintýraferð heimsækjum við Raufarhólshelli sem er aðeins hálftímaakstur frá Reykjavík. Í hellinum er gengið eftir upplýstum hraunganginum með leiðsögn um hraunið sem rann hér fyrir þúsundum ára. Hraungangurinn er einn sá stærsti á landinu og verður allt að 30 metra breiður og 10 metra hár. Hellisloftið er hrunið við innganginn sem skapar fallegar ljóssúlur inn í myrkrið neðanjarðar. Ótrúleg litadýrð blasir við gestum hér í þessu sérstaka safni af fjölbreyttum steinefnum og furðulegu jarðmyndunum.
Þetta er ævintýraferð fyrir skynfærin því neðanjarðar leynist annars konar veröld, full af öðruvísi litum, lykt og hljóði. Það er engin tilviljun að atriði úr Hollywoody-myndinni Noah með Anthony Hopkins í aðahlutverki voru tekin í Raufarhólshelli.
Leiðsögnin er þægileg ganga, 350 metra inn í hraungangana og hitastigið í hellinum er um 4°C. Vatn getur dropað úr hellaloftinu í úrkomu og við mælum því með að fólk mæti vel búið og í vatnsheldum yfirhöfnum.
Lærðu eitthvað nýtt, stígðu út úr þægindahringnum og upplifðu náttúruöflin í eftirminnilegri hellaferð um Raufarhólshelli.
- Rúta
- Ókeypis Wi-Fi
- Klukkutíma hellaleiðsögn
- Hjálmar með vasaljósi
- Klæðið ykkur í samræmi við veður
- Við mælum með hlýjum fötum, vatnsheldri yfirhöfn og góðum skóm
- Það borgar sig að nota ullarnærföt, húfu, trefil, hanska og ullarsokka á kaldari dögum
- Difficulty:
- Easy
- Duration:
- 3 hours
- Price From:
- 10.999 ISK