Gönguferð með leiðsögn um Huldustíg í Lystigarði Akureyrar
Gönguferðin hefst við Jónshús og er rúmlega klukkutíma löng með leiðsögn sjáanda og garðyrkjufræðings, Bryndísi Fjólu.
Í göngunni er gengið hægum skrefum um garðinn og Bryndís Fjóla segir frá huldufólkinu og álfunum sem búa í garðinum fyrir hvað þau standa og hver þeirra saga er.
Staldrað er við á búsvæðum þeirra og ykkur gefin kostur á að finna fyrir nærveru þeirra.
Hún segir frá hlutverkum þeirra og boðskap í dag og til forna.
Í göngunni kynnumst áhrifavöldum í sögunni okkar, sem hafa í gegnum aldirnar verið okkur samferða og eru í dag hluti af því þegar við heillumst heilshugar af náttúrunni og finnum gleðistundir, sköpum sögur og finnum fyrir ástinni og kjarkinum sem hið yfirnáttúrulega færir okkur.
Gengið er hægum skrefum um Lystigarðinn og Bryndís Fjóla sem er sjáandi og garðyrkjufræðingur segir okkur frá huldufólkinu og álfunum sem búa í garðinum. Hún segir frá hlutverkum þeirra og boðskap í dag og til forna.
- Difficulty:
- Easy
- Duration:
- 1 hour and 20 minutes
- Price From:
- 7.000 ISK